Ég heiti Alex , og auto.is byrjaði þegar ég reyndi að selja bílinn minn – og áttaði mig á því hvað það getur verið þreytandi. Facebook-hópar, skrýtnar auglýsingar og óörugg samskipti. Mér fannst einfaldlega vanta betri lausn.
Þess vegna bjó ég til vettvang þar sem þú getur skráð bíl á 3–5 mínútum, án vesen, og með það í huga að þetta á að vera öruggt og einfalt fyrir alla.
Við erum ekki Facebook-hópur og við erum ekki bílasala – heldur vettvangur þar sem hver sem er getur sett bílinn sinn í sölu á öruggan, einfaldan og heiðarlegan hátt.
Nei! auto.is hentar bæði einstaklingum og bílasölum. Þú getur skráð marga bíla og haft þínar eigin upplýsingar sýnilegar. Við erum að þróa fleiri tól fyrir fagfólk sem vilja selja bíla á einfaldan og áreiðanlegan hátt.
auto.is er birtingarvettvangur – ekki milligönguaðili. Fólk sem sýnir áhuga á bíl hefur beint samband við seljanda, og þið ákveðið hvernig ferlið fer fram. Við vinnum að því að bæta upplýsingaflæði og veita skref-fyrir-skref leiðbeiningar fljótlega.
Við erum ekki hér til að keppa við fagfólk – þvert á móti. Við viljum styðja bæði einstaklinga og bílasölur með lausnum sem virka í raun og veru. Við hlustum, lærum og þróum áfram með þeim sem eru virkir á markaðnum. Fyrir bílasölur