Einstaklingar geta auðveldlega skráð bíla til sölu á örfáum mínútum. Markmið okkar er að skapa örugga og trausta þjónustu fyrir alla sem vilja kaupa eða selja bíl.
Opinberar upplýsingar
Við fyllum út auglýsinguna með opinberum gögnum úr ökutækjaskrá. Það sparar þér tíma og eykur traust meðal kaupenda.
Fela bílnúmer
Við reynum okkar allra besta til að finna bílnúmer á myndum og fela þau sjálfkrafa, þannig þarftu ekki að gera það handvirkt.
Auðkenning notenda
Við notum rafræna auðkenningu þegar þörf krefur til að tryggja örugg samskipti milli kaupenda og seljenda.
Ég ætlaði að selja bílinn minn og fann fljótt út að það er oftar en ekki þreytandi ferli. Facebook-hópar, skrýtnar auglýsingar og óörugg samskipti.
Mér fannst vanta betri lausn – örugga, einfalda og heiðarlega.
Þannig varð auto.is til. Þjónusta þar sem hver sem er getur skráð bíl á örfáum mínútum – án vesenis.
Nei! auto.is hentar bæði einstaklingum og bílasölum. Þú getur skráð marga bíla og haft þínar eigin upplýsingar sýnilegar. Við erum að þróa fleiri tól fyrir fagfólk sem vilja selja bíla á einfaldan og áreiðanlegan hátt.
auto.is er birtingarvettvangur – ekki milligönguaðili. Fólk sem sýnir áhuga á bíl hefur beint samband við seljanda, og þið ákveðið hvernig ferlið fer fram. Við vinnum að því að bæta upplýsingaflæði og veita skref-fyrir-skref leiðbeiningar fljótlega.