Auto.is

Notendaskilmálar

1. Almennt

Þessi vefsíða er í eigu og rekin af auto.is, (AgentCoffee ehf. kt. 560223-1880). Auto.is er rekið í samræmi við lög og reglur íslenska ríkisins. Vinsamlegast lestu þessa skilmála vandlega áður en þú notar vefinn. Með notkun samþykkir þú að vera bundin(n) af þessum skilmálum og öllum viðeigandi lögum. Ef þú samþykkir ekki skilmálana er þér óheimilt að nota vefinn.

2. Skilgreiningar

„Við“ og „okkar“ vísar til auto.is.
„Þú“ og „notandi“ vísar til einstaklings eða lögaðila sem notar vefinn.
„Vefurinn“ vísar til auto.is.
„Skilmálar“ vísar til þessara notendaskilmála.

3. Umfang skilmálanna

Skilmálarnir gilda um alla notkun á vefnum auto.is og undirsíðum hans.

4. Persónuvernd og kökur

Auto.is notar greiningartól og vefkökur til að bæta þjónustu og rekja notkun. Notkun þessara upplýsinga fer fram í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd. Við notum ekki upplýsingarnar til að auðkenna einstaklinga og deilum þeim ekki með þriðja aðila. Hafir þú spurningar, vinsamlegast hafðu samband á personuvernd@auto.is.

5. Hugverk

Allt efni á vefnum auto.is, þar með talið (en ekki takmarkað við) texta, myndir, verð, útlit og virkni vefsins, er varið af höfundarrétti, vörumerkjalögum og öðrum hugverkarétti. Óheimilt er að afrita, dreifa eða nota þetta efni í viðskiptalegum tilgangi nema með skriflegu leyfi auto.is.

Vörumerki, lógó og heiti bílaframleiðenda sem birtast á vefnum eru eign viðkomandi eigenda og eru notuð eingöngu í viðmiðunar- eða lýsingarskyni. auto.is gerir sér ekki upp eignarhald á þeim vörumerkjum og ber virðingu fyrir réttindum þeirra eigenda.

Óleyfileg notkun á efni eða vörumerkjum sem birt eru á vefnum getur brotið gegn lögum um hugverkarétt og varða við íslensk lög.

6. Öryggi

Þú mátt aðeins nota þessa vefsíðu fyrir þig persónulega, og berð ábyrgð á því að varðveita þær upplýsingar sem þú gefur upp á vefsíðunni, svo sem nafn, netfang, símanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Ef þú telur að öryggi reiknings þíns sé ógnað — til dæmis ef þú hefur týnt innskráningarupplýsingum, orðið fyrir þjófnaði, eða að eitthvað annað hafi komið upp sem gæti gert þriðja aðila kleift að nálgast reikninginn þinn — ber þér að grípa til viðeigandi ráðstafana án tafar.
Þú ættir til dæmis að:
• breyta lykilorðinu þínu strax,
• tilkynna mögulegt öryggisbrot til auto.is,
• tryggja að tölvupóstur þinn og önnur auðkenni tengd aðganginum séu örugg.

auto.is ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna óviðkomandi aðgangs að notendareikningi nema hægt sé að rekja það til vanrækslu af hálfu auto.is. Þú berð ábyrgð á öllum aðgerðum sem gerðar eru í gegnum þinn aðgang, hvort sem það ert þú eða aðrir sem framkvæma þær aðgerðir, nema annað sé sannanlega sýnt fram á.

7. Breytingar á skilmálum

Auto.is áskilur sér rétt til að breyta skilmálum hvenær sem er. Breytingar taka gildi við birtingu. Áframhaldandi notkun telst samþykki á nýjum skilmálum.

8. Hlekkir á aðrar síður

Vefurinn getur innihaldið hlekki á aðrar vefsíður. auto.is ber enga ábyrgð á efni eða öryggi slíkra vefja.

9. Fyrirvari um ábyrgð

Upplýsingar, þjónusta, og efni sem birtast á vefsíðu auto.is geta innihaldið villur, ónákvæmni eða úrelt gögn. Þrátt fyrir að við leggjum okkur fram um að tryggja áreiðanleika upplýsinga, þá veitum við engar beinlínis eða óbein tryggingar eða ábyrgðir um að þær séu réttar, fullkomnar, nýjustu eða viðeigandi fyrir tiltekinn tilgang.

Allt efni er birt “eins og það er” (“as is”) og auto.is ber enga ábyrgð á:

• tæknilegum bilunum eða truflunum, þar með talið í samskiptakerfum, netvandamálum, vírusum eða öðrum hugbúnaðartengdum þáttum,
• að aðgangur að vefnum verði órofin, öruggur eða laus við villur,
• að upplýsingar sem notendur eða aðrir aðilar birta séu sannar eða lögmætar,
• hugsanlegum mistökum eða gáleysi í skráningu auglýsinga af hálfu notenda.

Við ábyrgjumst ekki að þjónustan henti notanda í hvaða tilgangi sem er, né að notendur fái viðbrögð við auglýsingum sínum, eða að þær leiði til sölu, leigu eða annarra samninga.

Við berum ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna:
• beinna eða óbeinna afleiðinga af notkun vefsíðunnar,
• tapaðra gagna, tækifæra, tekna eða annarra fjárhagslegra eða óefnislegra skaða,
• rangrar eða ófullnægjandi notkunar á þjónustunni,
• efni eða tengla sem aðrir notendur eða þriðju aðilar birta á vefnum,
• eða á annan hátt, nema um sé að ræða sannanlegt stórfellt gáleysi eða vísvitandi vanrækslu af hálfu auto.is.

Ef notandi stígur skref sem leiðir til tjóns vegna þess að hann treysti upplýsingum á auto.is, þá er það á eigin ábyrgð viðkomandi notanda.

10. Bótakrafa

Þú samþykkir að bæta auto.is (AgentCoffee ehf.). tjón sem leiðir af notkun þinni á vefnum, m.a. vegna brota á skilmálum.

11. Ýmislegt

Ef við höfum gleymt að setja eitthvað hér inn í þessa skilmála sem við erum þó vernduð gegn vegna notkunar þinnar á vefnum skv. íslenskum lögum og reglum, þá höfum við þó ekki afsalað okkur rétti okkar gagnvart einum né neinum. Ef einhver hluti þessara skilmála eru dæmdir ógildir eða óframkvæmanlegir þá mun sá hluti verða fjarlægður úr skilmálunum án þess að það breyti neinu um skilmálana að öðru leyti.

12. Gildandi lög, tungumál og lögsaga

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú þessa skilmála og aðgerðir sem verða vegna þeirra, komi upp einhver deilumál eða kröfur vegna eða tengd notkun á vefsíðunni. Öll deilumál munu verða afgreidd skv. íslenskum lögum og þú samþykkir það með notkun á síðunni. Hinsvegar munum við hefja lögsókn gegn hverjum þeim sem brýtur þessa notkunarskilmála á Íslandi eða hvar sem sá sem brýtur þá er.