Peugeot 208 2022
Ég ók Peugeot e-208 (2022) og mér finnst hann alveg fínn svona fyrir styttri ferðir og daglega keyrslu. Frekar nettur bíll, lipur í akstri og hentar vel í borginni. Mjög þægilegt að leggja honum og hann bregst fljótt við í umferð.
Rafhlaðan er hins vegar lítil, þetta er 50 kWh batterí en maður fær ekki nema svona 250–280 km á sumrin ef maður er ekki með loftkælingu eða hita í gangi. Á veturna fór þetta stundum niður í 180–200 km hjá mér, sérstaklega þegar það var kalt og snjór.
Ég keyrði stundum með hitann alveg slökktum bara til að ná aðeins betra drægi, sérstaklega þegar ég var að fara aðeins lengra en venjulega. Það hjálpaði aðeins, en það er ekkert sérstaklega þægilegt að vera að frjósa í bílnum til að spara rafmagn. Þeir sem eru með facelift útgáfuna eru með hitadælu, sem hjálpar mikið en mín útgáfa er án hennar.
Innanrýmið er annars alveg fínt, stýrið frekar lágt og svolítið sérstakt uppsetning með skjánum og mælaborðinu.
Svo er hann fljótur að hlaða tekur DC hraðhleðslu upp í 100 kW og það dugði vel í flestum tilfellum.
Allt í allt: fínn bíll fyrir þá sem keyra stuttar vegalengdir og geta hlaðið heima eða í vinnunni. En ekki beint eitthvað sem maður myndi vilja treysta 100% á fyrir langferðir, sérstaklega ekki á veturna.