Nýi Nissan Leaf 2025
Nissan hefur kynnt nýja kynslóð af rafbílnum Leaf, sem kemur í stað eldri gerðarinnar sem hefur verið á markaði síðan 2017. Bíllinn hefur verið endurhannaður frá grunni, bæði hvað varðar útlit, innréttingu og tækni, með það að markmiði að mæta samkeppni á borð við Volkswagen ID.3 og Kia EV3.